Fabrizio Romano sérfræðingur í heimi fótboltans segir að Masoun Mount hafi ekki verið í hóp hjá Chelsea um helgina vegna samningamála.
Mount sem er 24 ára gamall er við fulla heilsu en Graham Potter ákvað að velja hann ekki í hóp í sigrinum gegn Leicester.
Romano segir að vandræði Chelsea við að framlengja samning Mount séu þar stærsta ástæðan. Samningur Mount rennur út eftir rúmt ár og hefur gengið erfiðlega að ná samkomulagi.
Manchester United, Liverpool og Newcastle eru öll áhugasöm um að kaupa enska landsliðsmanninn í sumar.
Mount er fæddur og uppalinn hjá Chelsea en hann hefur ekki fengið það tilboð sem hann vonaðist eftir hjá enska félaginu.