EFL samtökin sem sjá um allar deildir á Englandi fyrir utan úrvalsdeildina hefur dæmt Burnley í félagaskiptabann.
Félagið sjálft greindi frá þessu í gærkvöldi en með Burnley leikur Jóhann Berg Guðmundsson. Félagið situr á toppi Championship deildarinnar og er á leið upp.
„Okkur langar að deila með stuðningsmönnum okkar vonbrigða fréttum um að EFL er að setja félagið í tafarlaust félagaskiptabann. Við teljum að gagnsæi í þessu máli sé mikilvægt og viljum útskýra hvað hefur gerst,“ segir í yfirlýsingu.
Burnley segist hafa verið að skipta um endurskoðendur í nóvember en sú breyting hafi tekið lengri tíma.
Félagið segist eiga í góðum samskiptum við deildina og búist ekki við öðru en að EFL muni aflétta banninu sem allra fyrst.