Arthur Lilly var mættur á leik Manchester United og Southampton í ensku úrvalsdeildinni í gær. Arthur fékk sérstaka meðferð á vellinum en hann fagnaði 100 ára afmæli sínu í síðustu viku.
Arthur fékk að hitta og spjalla við Sir Alex Ferguson fyrrum stjóra liðsins sem er 78 ára gamall.
https://www.thesun.co.uk/wp-content/uploads/2023/03/Screenshot-2023-03-12-at-13.54.53.png?w=620
„Þú lítur betur út en ég,“ sagði Ferguson við Arthur og netverjar taka í sama streng og trúa því varla að Arthur sé 100 ára gamall.
„100 ára og enn svona ferskur,“ skrifar einn uog fleiri ummæli eru á þennan veg.