Alejandro Garnacho, leikmaður Manchester United gæti verið lengi frá en hann yfirgaf Old Trafford í gær á hækjum og í sérstökum skó til að hlýfa löppinni.
Kantmaðurinn frá Argentínu kom inn sem varamaður í leiknum en fór aftur af velli eftir að hafa snúið upp á ökklann sinn.
United gerði markalaust jafntefli við Southampton í gær en Casemiro lét reka sig af velli eftir um hálftíma og svo fór Garnacaho meiddur af velli.
United er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar en ljóst er að liðið mun sakna Casemiro afar mikið en hann fær fjögurra leikja bann.
Garnacho er 18 ára gamall og hefur átt fína spretti í liði United á þessu tímabili, frammistaða hans hefur orðið til þess að hann var valinn í landsliðshóp Argentínu sem kemur saman í næstu viku.