Gary Lineker sjónvarpsmaður hjá BBC verður mættur aftur til vinnu á laugardag eftir að hafa verið bannað að starfa um helgina.
BBC ákvað að banna Lineker að vinna um helgina eftir umdeilda færslu hans um stefnu ríkisstjórnar Bretlands í útlendingamálum.
Ákvörðun BBC að banna Lineker var mjög umdeild og fór illa í flesta, flest samstarfsfólk Lineker neitaði að vinna um helgina vegna málsins.
Nú greina enskir miðlar frá því að sátt hafi náðst í málinu.
Lineker hefur í tæp 20 ár stýrt þættinum Match of the Day og er afar vinsæll í starfi. Hann snýr aftur í vinnu á laugardag þegar BBC sýnir frá leikjum í enska bikarnum.