Athletic Bilbao 0 – 1 Barcelona
0-1 Raphinha
Raphinha reyndist hetja Barcelona í spænsku deildinni í kvöld er liðið mætti Athletic Bilbao.
Raphinha kom til Barcelona frá Leeds í sumar og hefur undanfarið verið að sanna gæði sín hjá félaginu.
Brasilíumaðurinn var sá eini sem komst á blað og skoraði eina markið er Börsungar unnu 1-0 útisigur.
Staðan er ansi góð fyrir Barcelona sem er með níu stiga forskot á toppnum en Real Madrid er í öðru sæti er bæði lið eru búin með 25 leiki.