Chelsea þarf líklega að tryggja sæti sitt í Meistaradeildinni fyrir næsta ár ef félagið ætlar að halda Joao Felix.
Felix var lánaður til Chelsea frá Atletico Madrid í janúar og hefur byrjað ágætlega fyrir sitt nýja félag.
Chelsea er í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og þarf á kraftaverki að halda til að ná topp fjórum.
Helsti möguleiki liðsins væri að vinna Meistaradeildina en Chelsea er komið í 8-liða úrslit keppninnar.
,,Ég einbeiti mér að Meistaradeildinni þessa stundina, það eru margir leikir eftir þar sem og í deildinni. Þetta er ekki búið,“ sagði Felix.
,,Að spila í Meistaradeildinni myndi hafa stór áhrif á mína ákvörðun en enginn veit hvað gerist í framtíðinni svo við þurfum að sjá hvað gerist.“