Graham Potter hefur tjáð sig um leikmanninn Mason Mount sem er talinn vera á förum frá Chelsea í sumar.
Þessi 24 ára gamli leikmaður verður samningslaus 2024 en hann hefur ekki verið fastamaður undanfarið undir Potter.
Chelsea hefur gengið erfiðlega að fá Mount til að skrifa undir nýjan samning og er hann orðaður við bæði Manchester United og Liverpool.
Potter sem er stjóri Chelsea, viðurkennir að staðan sé flókin og að það sé óvíst hvað gerist næst.
,,Þetta er á milli félagsins og Mason. Ég hef rætt við hann margoft um stöðuna, fótboltann og lífið í heild sinni,“ sagði Potter.
,,Hann er frábær manneskja en stundum gerast svona hlutir. Þetta er flókið og það er best fyrir mig að segja sem minnst og leyfa honum að ákveða hvað er best fyrir báða aðila.“