Edu, stjórnarformaður Arsenal, var með annað nafn á blaði áður en Mikel Arteta var ráðinn til félagsins árið 2019.
Frá þessu greinir the Times en Arteta tók við taumunum árið 2019 eftir dvöl sem aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Manchester City.
Edu vildi fyrst og fremst ráða Patrick Vieira til starfa en hann er í dag stjóri Crystal Palace og hefur gert fína hluti.
Arteta byrjaði ekki frábærlega með Arsenal en í dag er liðið á toppi úrvalsdeildarinnar og hefur spilað glimrandi vel í vetur.
Bæði Vieira og Arteta eru fyrrum leikmenn liðsins en sá fyrrnefndi var einbeittur að verkefni sínu hjá Nice í Frakklandi á þessum tíma og var ekki til taks.
Það er eitthvað sem Edu er væntanlega þakklátur fyrir í dag en Vieira var rekinn frá Nice stuttu seinna eða árið 2020.