Sóknarmaðurinn Gianluca Scamacca gæti verið á förum frá West Ham strax í sumar samkvæmt nýjustu fregnum.
La Gazzetta Dello Sport greinir frá en Inter Milan ku hafa áhuga á að semja við sóknarmanninn eftir tímabilið.
Scamacca hefur ekki náð sér á strik í London en hann kostaði 30 milljónir punda síðasta sumar.
Fyrir það lék Scamacca einmitt á Ítalíu en hann var á mála hjá Sassuolo og stóð sig mjög vel.
Margir eru að missa þolinmæðina á þessum leikmanni og þar á meðal stjórn West Ham sem og stjóri liðsins, David Moyes.
Það gæti því verið mjög raunverulegur möguleiki að leikmaðurinn verði seldur í sumar fyrir svipaða upphæð og borgað var.