Liverpool vanmat einfaldlega lið Bournemouth í gær er liðið tapaði mjög óvænt 1-0 í ensku úrvalsdeildinni.
Bournemouth vann 1-0 heimasigur á Liverpool, stuttu eftir að það síðarnefnda vann Manchester United 7-0.
Flestir bjuggust við öruggum sigri Liverpool en að mati fyrrum leikmanns liðsins, Peter Crouch, er ástæðan fyrir tapinu augljós.
,,Það er auðvelt að gíra sig upp í leik gegn Manchester United. Það er miklu erfiðara að mæta til Bournemouth, botnlið deildarinnar, og spila snemma um daginn,“ sagði Crouch.
,,Þetta var 100 prósent vanmat, það var sjáanlegt hvernig þeir spiluðu. Sendingarnar voru lélegar og varnarleikurinn var latur – þeir fylgdu aldrei hlaupunum.“
,,Bestu færi Liverpool í dag voru úr föstum leikatriðum og skallafæri Virgil van Dijk, fyrir utan það, ekki neitt.“