Arsenal vann sinn leik í ensku úrvalseildinni sannfærandi í dag og endurheimti gott forskot á toppi deildarinnar.
Manchester City vann sinn leik í gær gegn Crystal Palace og svaraði Arsenal með sigri gegn Fulham.
Gestirnir höfðu betur örugglega, 3-0, þar sem öll mörk leiksins voru skoruð í fyrri hálfleik.
Manchester United missteig sig á sama tíma með markalausu jafntefli við Southampton. Casemiro var skúrkurinn og fékk rautt spjald í fyrri hálfleik.
West Ham og Leeds áttust þá við og lauk þeim leik með 1-1 jafntefli.
Fulham 0 – 3 Arsenal
0-1 Gabriel Magalhaes(’21)
0-2 Gabriel Martinelli(’26)
0-3 Martin Odegaard (’45 )
Manchester Utd 0 – 0 Southampton
Rautt spjald: Casemiro, Manchester Utd(’34)
West Ham 1 – 1 Aston Villa
0-1 Ollie Watkins(’17)
1-1 Said Benrahma(’26 , víti)