Knattspyrnuaðdáendur ha fa verið duglegir að tjá sig á samskiptamiðlum eftir mynd sem birtist af mat sem boðið er upp á í efstu deild í Japan.
Myndin var tekin af pizzu á leik Cerezo Osaka en þar má sjá bæði pylsur og kíví sem álegg.
Það er ekki pizza sem er í boði hérlendis allavega og þá hvergi annars staðar miðað við ummælin.
,,Hverjum datt þetta í hug? Ég ætla að fá eina kíví pizzu takk. Er það eðlilegt?“ skrifar einn við myndina.
Annar bætir við: ,,Það er eitt að borða ananas á pizzu en nú er ég alveg búinn að missa alla trú.“
Mynd af þessari… Ágætu pizzu má sjá hér fyrir neðan.
Kiwi and sausage pizza at Cerezo Osaka (@crz_official @pizzarotolo)
🇯🇵 1000 yen (£6) pic.twitter.com/RO3AkvGQP6
— Footy Scran (@FootyScran) March 10, 2023