fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
433Sport

Liðsfélagi Firmino segir hann vera að gera mistök – ,,Ætti að vera hér að eilífu“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 12. mars 2023 13:11

Firmino skorar fyrir Liverpool

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roberto Firmino er að gera mistök með því að yfirgefa lið Liverpool að sögn miðjumannsins, Fabinho.

Fabinho og Firmino eru báðir frá Brasilíu og leika með félaginu en sá síðarnefndi er að kveðja í sumar eftir mörg góð ár hjá félaginu.

Samningur Firmino rennur út eftir aðeins nokkra mánuði en Fabinho vonar innilega að landi sinn taki U-beygju.

,,Bobby er sérstakur náungi. Það er frábært að eiga hann sem samherja. Hann er einhver sem öllum líkar við,“ sagði Fabinho.

,,Þetta er náungi sem ætti að vera hjá Liverpool að eilífu, hann hefur verið svo mikilvægur síðan ég kom.“

,,Ég vil ekki tala of mikið um framtíðina en við skulum njóta tímans sem við eigum eftir saman. Ég veit ekki hvort staðan geti ennþá breyst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Breytingar í vændum á ensku deildarkeppninni?

Breytingar í vændum á ensku deildarkeppninni?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Goðsögn Manchester United vill sjá Pogba snúa aftur

Goðsögn Manchester United vill sjá Pogba snúa aftur