Paul Parker, goðsögn Manchester United, segir að Scott McTominay sé ekki nógu góður til að spila fyrir Celtic í Skotlandi.
McTominay er skoskur en hann hefur aðeins byrjað sjö leiki fyrir Man Utd í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Parker telur að Rangers, sigursælasta félag Skotlands, sé betri kostur fyrir McTominay en hann gæti vel verið á förum frá Manchester í sumar.
,,Ég tel að það sé góður möguleiki fyrir hann að fara til Rangers, hann er ekki nógu góður fyrir Celtic,“ sagði Parker.
,,Það er ekki séns að hann fái að spila reglulega fyrir Celtic miðað við hvernig þeir spila. Hann á meiri möguleika ef hann fer til Rangers.“
,,Það er stór ákvörðun fyrir hann, að fara frá Manchester United. Hann þarf hins vegar að gera það því hann er að veðja plássi sínu í skoska landsliðinu.“