Bournemouth 1 – 0 Liverpool
1-0 Philip Billing (’28)
Bournemouth er komið úr fallsæti eftir leik við Liverpool á heimavelli sínu í fyrstu viðuireign dagsins.
Gengi Bournemouth hefur verið erfitt í vetur en Liverpool vann Manchester United 7-0 í síðustu umferð og virtist vera að ná tökum eftir kannski ekki frábæra byrjun.
Nýliðarnir gerðu sér hins vera lítið fyrir og unnu leikinn en Philip Billing skoraði eina markið í fyrri hálfleik.
Stigin þrjú hjálpa Bournemouth mikið sem er komið úr fallsæti en er skellur fyrir Liverpool í Meistaradeildarbaráttu.
Mohamed Salah gat jafnað metin fyrir Liverpool í seinni hálfleik en hann klikkaði þá á vítaspyrnu.