„Haldiði að forstjóri Facebook hafi ekki verið að setja sig í samband við okkur og tilkynna okkur að við höfum verið að vinna 3.000.000 evra, sem jafngildir rúmum 460 milljónum íslenskra króna. Eina sem við þurfum að gera er að setja okkur í samband við þá í hlekk sem fylgir með póstinum og við erum farin til Tene…“ segir í glaðhlakkalegri tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum á Facebook.
Um er að ræða svikapóst og ljóst er að lögreglan lætur ekki blekkjast af honum. „Ansi kræft að senda þetta á okkur af öllum,“ segir í færslu lögreglunnar og ljóst er að skrifara er skemmt.
Við mælum með því að lesendur smelli á tengilinn hér að neðan og lesi færslu lögreglunnar á Suðurnesjum því við viljum öll vara okkur á svikahröppum sem leika lausum hala á samfélagsmiðlum: