Enginn þáttarstjórnandi verður í knattspyrnuþættinum Match of the Day sem er á dagskrá BBC í dag. Gary Lineker hefur lengi verið aðalstjórnandi þáttarins en hann hefur verið látinn stíga til hliðar eftir að hafa viðrað skoðanir sínar á hertri stefnu ríkisstjórnarinnar gegn flóttamönnum.
Aðrir samstarfsmenn Lineker í Match of the Day hafa í kjölfarið neita að mæta í þátt dagsins þar sem farið er yfir leiki laugardagsins í ensku úrvalsdeildinni. Þetta verður í fyrsta sinn sem enginn stýrir þættinum en aðeins verða atriði úr leikjum dagsins sýnd.
Fjölmiðlamaðurinn og Arsenal-áhangandinn Piers Morgans er ekki að skafa utan af því þegar hann tjáir sig um þetta á Twitter. Hann kallar það tilburði á pari við vinnubrögð alræðisstjórna þegar fólk getur átt á hættu að missa störf sín fyrir að tjá skoðanir sínar. Piers segir:
„Það er algjör sturlun að Bretland sé orðið að landi þar sem það getur kostað þig starfið að hafa skoðun. Ef við varðveitum ekki og verjum tjáningarfrelsið með kjafti og klóm, líka skoðanir sem við persónulega fyrirlítum, þá erum við engu betri en alræðisstjórnir eins og Kína og Norður-Kórea.“
It’s absolutely insane that Britain has become a country where having an opinion can cost you your job. If we don’t cherish & fiercely protect free speech, even for views we personally despise, we’re no better than totalitarian regimes like China & North Korea.
— Piers Morgan (@piersmorgan) March 11, 2023