Manchester City mun hafa betur í baráttunni um varnarmanninn Josko Gvardiol sem spilar fyrir RB Leipzig.
Daily Mail fullyrðir þessar fregnir en Gvardiol er orðaður við Man City, Liverpool sem og Chelsea.
Allar líkur eru á að Gvardiol færi sig um set í sumar en hann var nálægt því að skrifa undir hjá Chelsea í fyrra.
Nú eru Englandsmeistararnir í bílstjórasætinu og virðast ætla að tryggja sér leikmanninn fyrir yfir 130 milljónir punda.
Gvardiol er aðeins 21 árs gamall og ku vera númer eitt á óskalista Man City í sumar.