Það kemur mörgum á óvart að heyra að framherjinn Oumar Niasse hefur skrifað undir samning við Morecambe.
Niasse er 32 ára gamall en hann gerði samning við Everton árið 2016 og kostaði þá 13,5 milljónir punda.
Sóknarmaðurinn fann sig engan veginn hjá Everton og var síðar lánaður til Hull og Cardiff.
Þar gekk lítið upp hjá Niasse sem hafði áður verið duglegur að skora í Tyrklandi og í Rússlandi.
Morecambe leikur í þriðju efstu deild Englands og mun þessi fyrrum senegalski landsliðsmaður spila þar út tímabilið.