Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, var reiður út í sjálfan sig eftir mark sem hann skoraði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Tottenham árið 2019.
Salah skoraði snemma leiks úr vítaspyrnu en hann hafði æft vítaspyrnur alla vikuna og var búinn að ákveða í hvaða horn hann ætti að skjóta.
Spyrna Salah fór í netið í sigrinum en Hugo Lloris, í marki Tottenham, hefði í raun átt að gera betur.
Salah hefur hugsað um þetta augnablik margoft en hann ætlaði að setja boltann í annað horn en raun bar vitni.
,,Ég ætla ekki að ljúga að ykkur, ég skipti um skoðun á síðustu stundu,“ sagði Salah.
,,Ég hafði æft alla vikuna að skjóta í hitt hornið en þegar ég hljóp að boltanum breytti ég um skoðun því ég hafði skorað of oft í það horn.“
,,Ég var svo reiður því ég á ekki að skipta um skoðun í leik sem skiptir svo miklu máli.“