fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Þrjár stórfelldar líkamsárásir í miðborginni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 11. mars 2023 07:39

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynnt var um nokkrar líkamsárásir í miðborg Reykjavíkur til lögreglu í nótt og þar af voru þrjár stórfelldar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu í morgun en ekki er greint frekar frá árásunum. Þá segir ennfremur í dagbókinni:

„Alls voru um fjörutíu mál skráð í kerfi lögreglu á næturvaktinni, meðal annars vegna hópsöfnunar í miðbænum og nokkurra slagsmála. Veður var kalt en viðskiptavinir skemmtistaðanna létu það ekki á sig fá. Þá var skoteldur tendraður í námunda við lögreglustöðina um miðnætti og vegfarendur gátu borið augum flugeldasýningu um stundarsakir, en notkun skotelda er ekki leyfð á þessum árstíma.“

Tilkynnt var um sprengingar í Vatnsendaskóla í Kópavogi og voru þar ungmenni að sprengja flugelda, samkvæmt tilkynnanda, en þau voru farin þegar lögregla kom á vettvang.

Töluverður viðbúnaður lögreglu var vegna umferðarslyss á Suðurlandsvegi en ekki greinir nánar frá því í dagbók.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kona réðst á lögreglumenn á bráðamóttökunni

Kona réðst á lögreglumenn á bráðamóttökunni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Furðuleg sjón blasti við lögreglu í því sem átti að vera venjulegt útkall – Má hafa samfarir við barnakynlífsdúkkur og taka af því myndir?

Furðuleg sjón blasti við lögreglu í því sem átti að vera venjulegt útkall – Má hafa samfarir við barnakynlífsdúkkur og taka af því myndir?
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“
Fréttir
Í gær

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“