Spezia 2 – 1 Inter
0-0 Lautaro Martinez
1-0 Daniel Maldini
1-1 Romelu Lukaku(víti)
2-1 Mbala Nzola(víti)
Inter Milan tapaði mjög óvænt í Serie A í kvöld er liðið spilaði við Spezia á útivelli.
Inter gat komist yfir snemma leiks er Lautaro Martinez steig á vítapunktinn en spyrna hans var varin.
Spezia komst yfir snemma í síðari hálfleik með marki frá Daniel Maldini en Romelu Lukaku jafnaði úr vítaspyrnu.
Mbala Nzola sá svo um að tryggja heimaliðinu óvæntan sigur er hann skoraði sjálfur úr vítaspyrnu er þrjár mínútur voru eftir.