Það verður enginn þáttastjórnandi í þættinum Match of the Day á morgun sem er sýndur á BBC.
Gary Lineker hefur lengi verið aðal þáttastjórndinn en hann var látinn stíga til hliðar eftir ummæli sem hann lét falla í vikunni.
Lineker lét ummæli falla um flóttafólk og nýju stefnu ríkisstjórnarinnar í Bretlandi sem varð til þess að ríkisútvarpið, BBC, sendi hann í tímabundið frí.
Aðrir samstarfsmenn Lineker í Match of the Day hafa í kjölfarið neita að mæta í þátt morgundagsins þar sem farið er yfir leiki laugardags í ensku úrvalsdeildinni.
Þetta verður í fyrsta sinn sem enginn stýrir þættinum en aðeins verða atriði úr leikjum dagsins sýnd.
🚨 Match of the Day’s commentators may also boycott tomorrow’s show in solidarity with Gary Lineker and the show’s pundits. 🎙️
(Source: @Lawton_Times)
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) March 10, 2023