Manuel Pellegrini, stjóri Real Betis, hafði nokkuð gaman af leik helgarinnar er Liverpool vann Manchester United, 7-0.
Pellegrini þekkir vel til Englands en hann þjálfaði Manchester City um tíma og síðar West Ham.
Hann gat því notið þess að sjá granna Man City tapa þessum leik en gat þó ekki séð sex mörkin sem Liverpool skoraði í beinni útsendingu.
Pellegrini fær brátt tækifæri á að mæta Man Utd sjálfur en Betis spilar við þá ensku í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.
Ummæli Pellegrini eldast ekki of vel en hans menn töpuðu 4-1 gegn Man Utd í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar í gær.
Stuðningsmenn enska stórliðsins hafa verið duglegir að skjóta á Pellegrini fyrir ummælin og gera grín að honum eftir úrslitin.
,,Þetta var ótrúlegt. Ég horfði á fyrstu 45 mínúturnar en eftir það áttum við leik gegn Real Madrid,“ sagði Pellegrini.
,,Ég gat ekki séð þegar Liverpool skoraði hin sex mörkin. Að fá svona mörg mörk á sig í slag erkifjenda, það verður ekki auðvelt fyrir þá.“
,,Ég er hins vegar stuðningsmaður Manchester City svo ég var nú ekki svo leiður yfir því sem átti sér stað.“