Mauricio Pochettino er tilbúinn að snúa aftur sem knattspyrnustjóri Tottenham eftir brottrekstur árið 2019.
The Times fullyrðir þessar fregnir en Antonio Conte ku vera að yfirgefa Tottenham eftir slakt gengi í vetur.
Tottenham er úr leik í Meistaradeildinni eftir tap gegn AC Milan en er enn að berjast um Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni.
Times segir að Pochettino sé opinn fyrir því að snúa aftur og að Conte sé að horfa til síns fyrrum félags, Inter Milan.
Conte er samningsbundinn til ársins 2024 en ku ætla að yfirgefa félagið í sumar ef hann verður ekki rekinn.