Það kemur kannski á óvart hver fyrirmynd sóknarmannsins Kvhichka Kvaratskhelia var í æsku en sá síðarnefndi leikur með Napoli.
Kvaratskshelia hefur verið stórkostlegur á tímabilinu en hann er frá Georgíu og kom til Napoli í fyrra.
Uppáhalds leikmaður Kvaratskhelia í æsku var miðjumaðurinn Guti sem gerði garðinn frægan með Real Madrid.
Guti hefur heyrt af þessari staðreynd og reynir nú að lokka leikmanninn til Real sem gæti vel notað hans kraft í sókninni.
,,Hann er stjarna. Ef hann kemur til Real Madrid þá mun ég senda honum eina af mínum treyjum,“ sagði Guti.
Kvaratskhelia er einn besti vængmaður Evrópu um þessar mundir og hefur skorað 10 mörk í Serie A og lagt upp önnur níu fyrir toppliðið.