fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
433Sport

Conte tjáði sig um viðtal Richarlison – „Þá er hann sjálfselskur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 10. mars 2023 15:00

Antonio Conte GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antonio Conte segist einbeittur á að klára tímabilið vel með Tottenham en gefur ekkert upp um framtíðina.

Conte hefur verið mikið í umræðunni undanfarið. Samningur hans rennur út eftir tímabilið en gengið hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið og þykir Tottenham spila neikvæðan bolta undir hans stjórn.

„Félagið veit vel hver staðan er. Ég tala við Fabio Paratici á hverjum degi og á í góðu sambandi við stjórnarformanninn.

Við þurfum þolinmæði en ég sé enga. Ef ég sé að þolinmæðin er farin verð ég að sjá hvað gerist. Ég er til í að deyja fyrir þetta félag.

Við erum stundum of linir. Ég er þjálfarinn og ber ábyrgð á stöðunni. Ég verð að næta liðið og andann. Það hefur gerst áður og ég vona að við komumst þangað aftur.“

Richarlison, leikmaður Tottenham, virtist skjóta á Conte í viðtali á dögunum fyrir að byrja ekki fleiri leiki.

„Ég horfði á viðtalið við Richarlison, hann var ekki að gagnrýna mig. Hann var að segja að tímabilið sitt hefði verið lélegt,“ sagði Conte.

„Tímabilið hans hefur ekki verið gott, hann hefur verið meiddur, hann hefur spilað og skorað í Meistaradeildinni en fór síðan á HM og meiddist illa.“

Richarlison var keyptur frá Everton á 60 milljónir punda í sumar en á enn eftir að skora.

„Það er ekkert mark komið, hann var heiðarlegur þegar hann sagði að tímabilið hefði ekki verið gott. Tímabilið er ekki búið og ef hann á skilið að spila þá fær hann tækifæri.

Undir lok viðtalsins gerir hann mistök og fer að tala um sjálfan sig en ekki liðið. Þá er hann sjálfselskur, ég hef sagt leikmönnum það að ef þeir vilja ná árangri og vinna titla. Þá þarf að tala um okkur en ekki sjálfan sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Newcastle bókaði farmiðann á Wembley með því að ganga frá Arsenal

Newcastle bókaði farmiðann á Wembley með því að ganga frá Arsenal
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hægt að fá Harry Kane á hálfgert klink í sumar – Upplýsa um klásúlu sem enginn vissi af

Hægt að fá Harry Kane á hálfgert klink í sumar – Upplýsa um klásúlu sem enginn vissi af
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nánast tómt veskið hjá United fyrir sumarið og tveir lykilmenn eru til sölu

Nánast tómt veskið hjá United fyrir sumarið og tveir lykilmenn eru til sölu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Geir minnist Ellerts sem lést á dögunum með fallegum orðum – „Bað menn ekki tvisvar um sama verkið en tók neitun góða og gilda“

Geir minnist Ellerts sem lést á dögunum með fallegum orðum – „Bað menn ekki tvisvar um sama verkið en tók neitun góða og gilda“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kane hefði getað farið – Fær aftur tækifæri eftir ár

Kane hefði getað farið – Fær aftur tækifæri eftir ár
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að það yrði galið að leyfa Salah að fara

Segir að það yrði galið að leyfa Salah að fara
433Sport
Í gær

Sagt að Rashford hafi þegar tekið ákvörðun um framtíðina

Sagt að Rashford hafi þegar tekið ákvörðun um framtíðina
433Sport
Í gær

Efnilegur leikmaður framlengir við Liverpool en er farinn á láni

Efnilegur leikmaður framlengir við Liverpool en er farinn á láni