Arsenal heimsótti Sporting í Evrópudeildinni í gær.
Liðin mættust í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum keppninnar og lauk leiknum 2-2.
William Saliba kom gestunum frá Arsenal yfir áður en heimamenn komust í 2-1 forystu en Hidemasa Morita skoraði sjálfsmark og jafnaði fyrir Arsenal.
Seinni leikurinn fer fram í Lundúnum á fimmtudag.
Á meðan leik stóð skutu stuðningsmenn Arsenal sem ferðuðust til Portúgal aðeins á heimamenn.
„Alveg eins og Benfica erum við á toppi deildarinnar,“ sungu stuðningsmenn.
Benfica og Sporting eru bæði í Lissabon og því mikill rígur þar á milli. Fyrrnefnda liðið er með gott forskot á toppi deildarinnar en Sporting er í fjírða sæti.
Myndband af söngnum er hér að neðan.
Just like Benfica, We’re top of the league pic.twitter.com/NMm3OGiPa0
— Remy Marsh (@ChantsFc) March 9, 2023