Erik ten Hag var valinn stjóri febrúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni.
Undir hans stjórn vann Manchester United þrjá leiki og gerði eitt jafntefli í febrúar.
Ten Hag hefur verið að gera góða hluti hjá United frá því hann tók við í sumar. Að vísu tapaði liðið 7-0 gegn Liverpool um síðustu helgi.
United situr í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 49 stig, 14 stigum á eftir toppliði Arsenal.
BREAKING: Erik ten Hag is Barclays Premier League Manager of the Month after an unbeaten record in February! 🏆 pic.twitter.com/DwACE3NHXh
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 10, 2023