Cristiano Ronaldo lék með Al-Nassr í tapi gegn Al-Ittihad í gær. Hann var pirraður á gangi mála og ekki hjálpaði til að stuðningsmenn andstæðingsins sungu nafn Lionel Messi stöðugt.
Sigur Al-Ittihad á Al-Nassr í nótt sér til þess að breyting verður á toppi Sádi-Arabísku deildarinnar. Al-Ittihad situr nú í toppsætinu með 47 stig, einu stigi meira en Al-Nassr.
Ronaldo var pirraður eftir tapið og sömuleiðis á meðan leik stóð þar sem stuðningsmenn Al-Ittihad sungu nafn Messi.
Messi og Ronaldo eru af flestum taldir tveir af allra bestu knattspyrnumönnum sögunnar.
Þeir hafa mikið verið bornir saman í gegnum tíðina.
Hér að neðan má sjá viðbrögð Ronaldo við söngvunum.
Cristiano Ronaldo's reaction to Al Ittihad fans chanting Lionel Messi's name😭😭😂pic.twitter.com/bZ9ZKStahX
— Trig (@Kharlerh) March 10, 2023