Það varð allt vitlaust undir lok leiks Manchester United og Real Betis í Evrópudeildinni í gær.
Um fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum var að ræða og vann United öruggan sigur.
Marcus Rashford kom heimamönnum yfir áður en Ayoze Perez jafnaði leikinn fyrir gestina og stóðu leikar þannig í hálfleik.
Antony, Bruno Fernandes og Wout Weghorst sáu svo um að skora mörkin í síðari hálfleik og tryggja United 4-1 sigur.
Undir lok leiks fóru stuðningsmenn Betis svo algjörlega yfir strikið. Það mátt sjá einn aðila rífa sæti úr stúkunni og kasta í átt að stuðningsmönnum United á meðan annar reyndi a nota belti til að slá til stuðningsmanna heimaliðsins.
Þá mátti sjá stuðnigsmann Betis hrækja í átt að fólki á vellinum.
Óeirðalögregla skarst í leikinn á Old Trafford og mætti brjáluðum stuðningsmönnum Betis.