Portúgalska knattspyrnugoðsögnin Cristiano Ronaldo, fyrirliði Al-Nassr í Sádi Arabíu, var allt annað en sáttur með frammistöðu liðsins í gærkvöldi þegar að Al-Nassr þurfti að sætta sig við tap á heimavelli í toppslag deildarinnar gegn Al-Ittihad.
Myndbandsupptökur af því sem átti sér stað eftir leik varpa ljósi á það hversu mikill keppnismaður Ronaldo, sem hefur unnið fjöldan allan af titlum á sínum ferli, er. Sem fyrirliði og leikmaður Al-Nassr var hann auðsjáanlega allt annað en sáttur við frammistöðu liðsins í leiknum.
Hann gat síðan ekki hamið skap sitt er hann nálgaðist leikmannagöngin og lét reiði sína bitna á hrúgu vatnsflaska sem lágu á hliðarlínunni.
Sigur Al-Ittihad á Al-Nassr í nótt sér til þess að breyting verður á toppi Sádi-Arabísku deildarinnar. Al-Ittihad situr nú í toppsætinu með 47 stig, einu stigi meira en Al-Nassr.
#VIDEO: Angry @Cristiano Ronaldo storms off field after defeat against Al-Ittihad sees @AlNassrFC_EN lose top spot in #Saudi Pro League (@SPL) pic.twitter.com/o8wcx7L4bX
— Saudi Gazette (@Saudi_Gazette) March 9, 2023
#Cristiano Ronaldo is angry because of his team's loss ..
— 🆉🅸🆉🅾🆄 (@zi_46) March 9, 2023