Stjórn KFA tilkynnir komu argentínska miðvarðarins Ivan Moran, en Ivan gerir samning við KFA út tímabilið.
Ivan er, eins og áður segir, miðvörður að upplagi, en getur leyst vinstri bakvörðinn líka, enda kýs hann að sparka í knöttinn með vinstri löppinni.
Ivan er með spænskt vegabréf og hefur komið víða við í Evrópu eftir að hafa alist upp í unglingaliðum Boca Juniors.
„Ivan, sem er 30 ára, kemur með mikla reynslu og leiðtogahæfni inn í hópinn hjá KFA enda verið fyrirliði eða varafyrirliði hjá mörgum af þeim liðum sem hann hefur spilað hjá,“ segir á vef KFA sem leikur í 2 deildinni í sumar.
Mikael Nikulásson tók við þjálfun KFA í vetur en liðið virðist stórhuga fyrir tímaiblið.