Manchester United er að gera 1-1 jafntelfi við Real Betis á heimavelli í Evrópudeildinni en Marcus Rashford kom United yfir í leiknum.
Ayose Perez fyrrum leikmaður Newcastle og Leicester jafnaði leikinn en margir stuðningsmenn United eru reiðir með að markið hafi staðið.
Í aðdraganda marksins virðist leikmaður Betis hafa handleikið knöttinn áður en Perez skoraði.
Markið fór í gegnum VAR sem setti ekkert út á þetta. Atvikið er hér að neðan.