Þessu velta sumir fyrir sér í Rússlandi, og utan Rússlands, þessa dagana. Ástæðan er stríðið í Úkraínu sem hefur nú staðið yfir í rúmt ár. Pútín lét lítið fyrir sér fara þegar þess var minnst að eitt ár var liðið frá upphafi innrásar Rússa. Ástæðan er að hann hafði ekki af neinu að státa, Rússar hafa ekki náð neinum markverðum árangri í stríðinu síðustu mánuði og hjá rússnesku elítunni og meðan margra almennra borgara er farið að bera á merkjum um óánægju með stríðið. En það er enn of snemmt að tala um pólitíska krísu í Kreml.
En hluti af rússnesku stjórnarandstöðunni er farinn að eygja von og á síðustu vikum hafa margir af leiðtogum hennar, sem eru margir hverjir í útlegð eða sitja í rússneskum fangelsum, viðrað hugmyndir sínar um Rússland án Pútíns.
Róttækasta hugmyndi er frá Ilja Ponomarev, fyrrum þingmanni, sem flúði frá Rússlandi 2014 í kjölfar innlimunar Krímskaga í Rússland. Hann var eini þingmaðurinn á rússneska þinginu sem greiddi atkvæði gegn innlimuninni. Fljótlega eftir það neyddist hann til að flýja land í skyndingu og hélt til Bandaríkjanna. Hann hefur dvalist í Úkraínu síðustu ár.
Hann starfrækir YouTube-rás og heimasíðu þar sem hann talar máli herskárra Rússa sem segjast berjast gegn rússnesku stríðsvélinni. Hann segist vera talsmaður hóps sem kallar sig „Rússneska lýðveldisherinn“. Í samtali við Spektr Press sagði hann að hópurinn hafi beðið hann um að skipuleggja fjölmiðlaumfjöllun um hann og vekja athygli á því sem er í gangi, segja heiminum hvað sé gert og af hverju.
Margir fréttaskýrendur og sérfræðingar eru fullir efasemda um þátttöku Ponomarev í aðgerðum þessa herskáa hóps og almennt séð um horfurnar á vopnaðri baráttu innanlands í Rússlandi. En Ponomarev nýtur stuðnings ákveðinna hópa í Úkraínu og Póllandi.
En það eru fleiri um hitunina en Ponomarev því nýlega birtu Garry Kasparov, fyrrum heimsmeistari í skák, og talsmaður frjálslyndra viðhorfa og Mikhail Khodorkosvky, fyrrum milljarðamæringur, grein í bandaríska tímaritinu Foreign Affairs. Þar lögðu þeir til að Vesturlönd kasti allri varfærni fyrir borð í varðandi Kreml í tengslum við stríðið í Úkraínu. „Ef Vesturlönd standa föst fyrir, mun stjórn Pútíns líklega hrynja saman í náinni framtíð,“ skrifuðu þeir.