Tottenham hefur ekki nein plön um það að reka Antonio Conte úr starfi á næstu dögum eftir að hafa fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu í gær.
Mikil óánægja er með störf Conte en Tottenham er þó áfram í baráttu um sæti í Meistaradeildinni að ári.
Daily Mail hefur eftir heimildum að á meðan Tottenham á séns á Meistaradeildarsæti verði Conte ekki rekinn.
Samkvæmt enskum blöðum eru leikmenn Tottenham margir orðnir þreyttir á Conte en samningur hans er á enda í sumar.
Það er búist við því að Conte fái ekki boð um nýjan samning og að hann láti af störfum í síðasta lagi í lok maí.