Birkir Bjarnason, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu hefur undanfarið æft með Viking í Noregi. Dagsavisen þar í landi segir frá.
Birkir er á mála hjá Adana Demirspor í Tyrklandi en var ekki í leikmannahópi liðsins um síðustu helgi. Adana Demirspor á leik um helgina en óvíst er hvor Birkir verði með.
Birkir er leikjahæsti leikmaður í sögu landsliðsins í fótbolta en samningur hans í Tyrklandi er á enda í sumar.
Landsliðið kemur saman eftir tíu daga fyrir leiki gegn Bosníu og Liechtenstein í undankeppni EM 2024.
Allar líkur eru á að Birkir verði þar í stóru hlutverk þó hann sé ekki að spila með félagsliði sínu þessa dagana.