Callum Wilson, sóknarmaður Newcastle United, hefur tekið til baka ummæli sín um Liverpool á dögunum.
Liverpool hefur verið að ná vopnum sínum á ný og er til alls líklegt í baráttunni um fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni. Um síðustu helgi vann Liverpool ótrúlegan 7-0 sigur á Manchester United.
Liðið vann Newcastle nýlega en eftir þann sigur taldi Wilson að Liverpool væri þó ekki „snúið aftur.“
„Ég biðst afsökunar á að hafa sagt að Liverpool væri ekki snúið aftur. Þeir eru komnir aftur með hvelli!“ segir Wilson.
„Það virðist flest sem ég segi þessa dagana snúast upp í andhverfu sína.“