Nokkrar franskar landsliðskonur ákváðu nýlega að stíga til hliðar á meðan Diacre væri enn við stjórnvölinn. Fyrirliðinn Wendie Renard var fyrst og svo fylgdu stór nöfn eins og Marie-Antoinette Katoto og Kadidiatou Diani.
Í yfirlýsingu franska knattspyrnusambandsins eftir brottrekstur Diacre kemur fram að samband hennar við leikmenn hafi verið orðið það slæmt að ekki væri hægt að bæta það.
Ljóst er að staðan er ekki ákjósanleg þar sem aðeisn fjórir mánuðir eru í heimsmeistaramót.