Landsliðshópur Íslands fyrir komandi leiki síðar í mánuðinum verður opinberaður á miðvikudag.
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðins, mun opinbera hópinn fyrir leiki gegn Bosníu og Hersigóvínu og Liechtenstein á miðvikudag.
Um fyrstu leikina í undankeppni EM 2024 er að ræða.
Báðir leikirnir fara fram ytra.
Ísland mætir Bosníu þann 23. mars og Liechtenstein þremur dögum síðar.
Leikmannahópur A landsliðs karla fyrir komandi leiki í undankeppni EM 2024 við Bosníu-Hersegóvínu og Liechtenstein verður opinberaður miðvikudaginn 15. mars. #afturáEM pic.twitter.com/3o798ZNanm
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 9, 2023