Samkvæmt fréttum í enskum blöðum nú í kvöld hefur PSG í Frakklandi áhuga á að kaupa Harry Maguire, fyrirliða Manchester United í sumar.
Maguire er varaskeifa hjá Erik ten Hag og segja ensk blöð að PSG hafi reynt að kaupa Maguire í janúar.
Nú segja blöðin að PSG sé áfram á eftir Maguire og sé tilbúið að greiða 50 milljónir punda fyrir hann í sumar.
PSG þarf að greiða Maguire 200 þúsund pund í laun en það er það sama og hann þénar hjá Manchester United.
Maguire er þrítugur og mun í sumar eiga tvö ár eftir af samningi sínum hjá United en virðist á útleið.