Georgina Rodriguez, kærasta Cristiano Ronaldo, birti skemmtilegt myndband á Instagram af dóttur þeirra tala arabísku.
Ronaldo gekk í raðir Al-Nassr í landinu í vetur og er öll fjölskyldan búsett þar. Portúgalinn hefur verið að gera vel innan vallar undanfarið.
Alana hefur verið að læra málið og sýndi mamma hennar frá því á Instagram.
Alana er fimm ára gömul og er óhætt að segja að frammistaða hennar hafi verið aðdáunarverð og hrósar fólk henni á samfélagsmiðlum.
Georgina er bersýnilega stolt af dóttur sinni, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.
Ronaldo's daughter is learning Arabic ❤️
(via georginagio/IG) pic.twitter.com/PNFBB2foji
— ESPN FC (@ESPNFC) March 8, 2023