fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Fréttir

Edda Falak krafin um milljónir

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 9. mars 2023 11:04

Edda Falak Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Falak, fjölmiðlamaður á Heimildinni, er krafin um 5 milljónir í skaðabætur af móður konu sem var gestur í Eig­in kon­um, hlaðvarpi Eddu. Kon­an höfðaði  mál gegn Eddu vegna birt­ing­ar á hljóðbroti þar sem heyra má sam­tal henn­ar og dótt­ur henn­ar. Tel­ur konan birt­ingu hljóðbrots­ins brjóta gegn friðhelgi einka­lífs síns.  Kon­an krefst þess ekki að brotið verði tekið út úr þætt­in­um eða af sam­fé­lags­miðlum þátt­anna held­ur aðeins bóta vegna birt­ing­ar þess.

Auður Björg Jónsdóttir lögmaður kon­unn­ar staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur tók málið til meðferðar í gær og var þing­hald lokað.

Í umræddum þætti greindi viðmælandi Eddu frá því að hún hefði verið beitt andlegu ofbeldi af móður sinni. Hljóðupptökur af samtölum mæðgnanna voru spilaðar, þar sem móðirin sagði meðal annars að það væri „betra fyrir alla ef þú myndir bara deyja“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“
Fréttir
Í gær

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Í gær

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“