fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Bayern Munchen rotaði PSG – Tottenham úr leik

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 8. mars 2023 22:05

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur einvígum í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Bayern Munchen og A.C. Milan tryggðu sig áfram í 8-liða úrslit keppninnar. Paris Saint-Germain og Tottenham sitja eftir með sárt ennið.

Í Munchen í Þýskalandi mættust heimamenn í Bayern Munchen og franska stórliðið Paris Saint-Germain. Fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Bayern.

Fyrsta mark leiksins kom á 61. mínútu, það skoraði fyrrum leikmaður Paris Saint Germain, Eric Maxim Choupo-Moting fyrir Bayern Munchen.

Það var síðan Þjóðverjinn Serge Gnabry sem rak smiðshöggið á frábæran sigur Bayern Munchen með marki á 89. mínútu eftir stoðsendingu frá Joao Cancelo.

Þýska liðið tryggði sér því áfram með samanlögðum 3-0 sigri úr einvígi liðanna. Stjörnu prýtt lið PSG er því dottið úr leik og þarf enn einu sinni að sætta sig við tímabil án þess að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn.

Tottenham úr leik

Í Norður-Lundúnum tóku heimamenn í Tottenham Hotspur á móti ítalska stórliðinu A.C. Milan. Fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri A.C. Milan.

Ekkert mark var skorað í leik liðanna í kvöld og því fer A.C. Milan áfram í átta liða úrslit keppninnar með marki skoruðu úr fyrri leiknum.

Leikmenn Tottenham sitja eftir með sárt ennið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta er sagður draumur Amorim fyrir næstu leiktíð – Fjórir leikmenn yrðu þá keyptir í byrjunarliðið

Þetta er sagður draumur Amorim fyrir næstu leiktíð – Fjórir leikmenn yrðu þá keyptir í byrjunarliðið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Newcastle bókaði farmiðann á Wembley með því að ganga frá Arsenal

Newcastle bókaði farmiðann á Wembley með því að ganga frá Arsenal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Geir minnist Ellerts sem lést á dögunum með fallegum orðum – „Bað menn ekki tvisvar um sama verkið en tók neitun góða og gilda“

Geir minnist Ellerts sem lést á dögunum með fallegum orðum – „Bað menn ekki tvisvar um sama verkið en tók neitun góða og gilda“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta segja vinir Ronaldo við hann nú þegar hann fagnar fertugsafmæli sínu í dag

Þetta segja vinir Ronaldo við hann nú þegar hann fagnar fertugsafmæli sínu í dag
433Sport
Í gær

Slot sáttur þó hópurinn hafi ekki verið styrktur

Slot sáttur þó hópurinn hafi ekki verið styrktur
433Sport
Í gær

Kane hefði getað farið – Fær aftur tækifæri eftir ár

Kane hefði getað farið – Fær aftur tækifæri eftir ár