Íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson, leikmaður katarska liðsins Al-Arabi, var á skotskónum með liðinu í 16-liða úrslitum Emir bikarsins í kvöld þar sem liðið mætti Al-Shamal. Leiknum lauk með 3-0 sigri Al-Arabi sem er því komið áfram í 8-liða úrslit.
Aron Einar var í byrjunarliði Al- Arabi og spilaði hann 86 mínútur. Þá skoraði hann fyrsta mark leiksins á 28. mínútu.
Tvö mörk frá Omar Al-Somah undir lok leiks gulltryggðu síðan sæti Al-Arabi í átta liða úrslitum.
📢 FULL TIME
Al-Arabi 3 – 0 Al-Shamal@alarabi_club progress to the quarterfinals! #AmirCup Round of 16 pic.twitter.com/TWDw09DN7y
— Qatar Football Association (@QFA_EN) March 8, 2023