fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
433Sport

Birtu hjartnæmt en átakanlegt myndband á alþjóðlegum baráttudegi kvenna – „Það er erfitt að lesa þetta og heyra þetta“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 8. mars 2023 17:00

Mynd: Barcelona

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilefni að Alþjóðlegum baráttudegi kvenna bjó Barcelona til myndband  með þeim Robert Lewandowski, leikmanni karlaliðsins og Maríu Leon, leikmanni kvennaliðsins.

Í myndbandinu les Lewandowski mörg af þeim ljótu skilaboðum sem leikmenn kvennaliðsins þurfa að sjá daglega fyrir það eitt að spila fótbolta.

Pólski framherjinn les skilaboð eins og „Farið aftur í eldhúsið“ og „kvennafótbolti er ekki alvöru fótbolti.“

„Það er erfitt að lesa þetta og heyra þetta,“ segir Lewandowski í mynbandinu.

Lewandowski bendir á hversu kraftmikil fyrirmynd eiginkona hans er og ræddi einnig dætur sínar, sem hann hvetur alla daga til að elta drauma sína.

„Við fáum svona skilaboð á hverjum degi, bara af því við erum konur,“ segir Leon.

„Við munum halda áfram að berjast fyrir réttindum okkar og erum með skýrt markmið. Við viljum að allar konur sem koma á eftir okkur geti komist enn lengra en við.“

Myndbandið í heild má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leggur til rosalegt teymi fyrir Rangers – Tvær enskar hetjur sem eru án starfs

Leggur til rosalegt teymi fyrir Rangers – Tvær enskar hetjur sem eru án starfs
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Harðneitar fyrir að hafa káfað á kynfærum andstæðings – Sjáðu hið meinta atvik

Harðneitar fyrir að hafa káfað á kynfærum andstæðings – Sjáðu hið meinta atvik
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Krísuástand í Grafarvogi og mikið gengið á síðustu mánuði – Fjöldi aðila hætti í haust og nú var ákveðið að reka Úlf

Krísuástand í Grafarvogi og mikið gengið á síðustu mánuði – Fjöldi aðila hætti í haust og nú var ákveðið að reka Úlf
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Carragher fjölskyldan fær ríkisborgararétt á Möltu og sonurinn gæti spilað fyrir landsliðið

Carragher fjölskyldan fær ríkisborgararétt á Möltu og sonurinn gæti spilað fyrir landsliðið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Úlfur mjög óvænt rekinn frá Fjölni

Úlfur mjög óvænt rekinn frá Fjölni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Einlægur Adam sér lífið í nýju ljósi eftir erfiða mánuði – „Þú ert bara hlutur fyrir þeim, ekki manneskja“

Einlægur Adam sér lífið í nýju ljósi eftir erfiða mánuði – „Þú ert bara hlutur fyrir þeim, ekki manneskja“