Ólíklegt er að Victor Osimhen gangi í raðir Arsenal næsta sumar. Þetta segir virti íþróttablaðamaðurinn Fabrizio Romano, sem er yfirleitt með allt á hreinu er snýr að félagaskiptum.
Hinn 24 ára gamli Osimhen hefur farið á kostum með Napoli á leiktíðinni.
Nígeríumaðurinn hefur í kjölfarið verið orðaður við stærri félög, einna helst Arsenal og Manchester United.
„Ég hef ekkert fengið staðfest um þetta eins og er. Arsenal er með Gabriel Jesus, Eddie Nketiah og Folarin Balogun,“ segir Romano.
„Svo mun Osimhen kosta ansi mikið. Ég held að Arsenal muni forgangsraða öðruvísi í sumar. Félagið mun til að mynda reyna að fá nýjan miðjumann.“
Miðað við þetta er því ekki útlit fyrir að Osimhen fari til Arsenal.
Það eru hins vegar allar líkur á að United kaupi sér framherja í sumar. Þar verður Osimhen líklega á blaði.