Borussia Dortmund ætlar að gera allt sem félagið getur til þess að halda í Jude Bellingham í eitt tímabil í viðbót.
Það gæti reynst erfitt að halda í 19 ára miðjumanninn frá Englandi þar sem Manchester City, Liverpool og Real Madrid halda öll áfram að eltast við hann.
„Við gerum allt til þess að halda Bellingham í eitt tímabil í viðbót,“ segir Sebastian Kehl stjórnarformaður Dortmund.
Borussia Dortmund director Sebastian Kehl on Jude Bellingham: "We will do all we can to keep Bellingham at BVB for one more season", he told @CarrieBrownTv 🟡⚫️⭐️ #BVB
…but it's not easy at all as Manchester City, Real Madrid and Liverpool keep pushing to sign him. pic.twitter.com/NLASyUyM24
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 8, 2023
Búist er við að verðmiðinn á Bellingham verði rúmar 100 milljónir punda en Liverpool hefur verið sagt leiða kapphlaupið.
Bellingham og félagar töpuðu gegn Chelsea í Meistaradeildinni í gær og eru úr leik en frammistaða Bellingham var slök í gær.