Harður árekstur milli fimm bíla átti sér stað á Miklubrautinni rétt um hálf fimm leytið í dag. Fréttablaðið greinir frá þessu.
Slökkvilið staðfestir að senda hafi þurft fjóra sjúkrabíla á vettvang ásamt einum kranabíl.
„Mér skilst að það eigi að flytja þrjá einstaklinga á sjúkrahús,“ segir vakstjóri slökkviliðs í samtali við Fréttablaðið. Ekki var hægt að stafðfesta alvarleika áverka þeirra sem lentu í árekstrinum. Enn er unnið að því að tryggja öryggi á slysstað.